Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2021 21:01 Haraldur Þorleifsson er hvatamaður að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar. Hann vill sjá hjólastólarömpum fjölga til muna í miðborginni. Samsett „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, segir Reykjavík enn eiga nokkuð í land þegar kemur að aðgengismálum. Haraldur notast sjálfur við hjólastól og hefur lengi búið erlendis. Hann segir að í hverri heimferð taki hann eftir jákvæðum og skemmtilegum breytingum í miðborginni en aðgengið hafi setið eftir. Síðasta sumar ákvað Haraldur að taka málin í sínar eigin hendur og lagði til við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að stofnaður yrði sérstakur sjóður til að auðvelda aðilum að gera betur. Nú styttist í að sá draumur verði að veruleika en síðasta fimmtudag samþykkti borgarráð að komið yrði á fót Aðgengissjóði Reykjavíkurborgar. Erfitt fyrir litla staði að ráðast í framkvæmdir Nýi sjóðurinn mun styðja rekstraraðila sem vilja koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og greiða allt að 80% af kostnaði við hvert verkefni. Fyrst um sinn munu áherslur sjóðsins snúa að verkefnum í miðborginni. „Það er reglulega talað um aðgengismál en ég ímynda mér að vandamálið sé að oft er um að ræða lítil fyrirtæki og það geti verið svolítið stór biti fyrir sum þeirra að laga sín mál,“ segir Haraldur. Hugmyndin sé að sjóðurinn verði í góðu samstarfi við verktaka sem hafi góða reynslu af slíkum verkefnum og að borgin veiti rekstraraðilum aðstoð varðandi nauðsynlegar leyfisveitingar. Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að aka ökutækjum með P-merki í göngugötum. Vísir/vilhelm Haraldur leggur fram fimm milljóna króna stofnframlag til sjóðsins og Reykjavíkurborg sömu upphæð. Þá hefur verið leitað eftir samstarfi við fleiri aðila og hafa einstaklingar, fyrirtæki, samtök og stofnanir lýst áhuga á að leggja til stofnfé. „Við erum núna byrjuð að leita að verktökum, við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum um að taka þátt og styrkja verkefnið þannig að ég er bara mjög glaður með hvernig þetta byrjar. Ef við gerum þetta hratt og vel þá held ég að það verði hægt að gera mjög stóra hluti á stuttum tíma.“ Haraldur vonast til að búið verði að setja upp töluvert magn af nýjum römpum í miðbænum fyrir lok næsta sumars. Seldi fyrirtækið til Twitter Nýlega var greint frá kaupum samfélagsmiðlarisans Twitter á Ueno. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en hönnunarstofan hefur á síðustu árum unnið verkefni fyrir stórfyrirtæki á borð við Google, Facebook, Apple, Twitter og Visa. Haraldur stofnaði Ueno árið 2014 og störfuðu 64 hjá fyrirtækinu árið 2019 á starfsstöðvum þess í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Sama ár námu tekjur Ueno um 2,2 milljörðum króna. „Frá því að ég stofnaði Ueno þá hefur gengið mjög vel og við höfum sett svona milli tíu og fimmtán milljónir króna á ári í góð málefni. Ég ætla bara að reyna að halda því áfram og gera betur,“ segir Haraldur. Haraldur skrapp til Íslands ásamt fjölskyldu sinni síðasta sumar eftir fimm ára búsetu í San Francisco en ílengdist hér vegna heimsfaraldursins. Fjölskyldan hefur nú ákveðið að flytja heim. Mikilvægt heillaskref Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar verður formlega stofnaður þann 1. febrúar næstkomandi en ekki liggur enn fyrir hvenær byrjað verður að taka við styrktarumsóknum. Haraldur vonast til að tilkoma sjóðsins eigi eftir að auðvelda líf hreyfihamlaðra og fækka hindrunum, áþreifanlegum sem og félagslegum. „Fyrir mig persónulega þá mun þetta hafa mjög mikil áhrif og það eru þúsundir einstaklinga sem búa í borginni eða heimsækja hana sem eru í svipaðri stöðu. Sumum líkamlegum þáttum er ekki hægt að breyta en það er rosalega mikið sem hægt er að laga, eins og þessi mannanna verk sem gera það bara miklu erfiðara að vera með fötlun. Ég held að það sé algjör óþarfi.“ Reykjavík Verslun Borgarstjórn Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND félagsins. 13. október 2019 13:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, segir Reykjavík enn eiga nokkuð í land þegar kemur að aðgengismálum. Haraldur notast sjálfur við hjólastól og hefur lengi búið erlendis. Hann segir að í hverri heimferð taki hann eftir jákvæðum og skemmtilegum breytingum í miðborginni en aðgengið hafi setið eftir. Síðasta sumar ákvað Haraldur að taka málin í sínar eigin hendur og lagði til við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að stofnaður yrði sérstakur sjóður til að auðvelda aðilum að gera betur. Nú styttist í að sá draumur verði að veruleika en síðasta fimmtudag samþykkti borgarráð að komið yrði á fót Aðgengissjóði Reykjavíkurborgar. Erfitt fyrir litla staði að ráðast í framkvæmdir Nýi sjóðurinn mun styðja rekstraraðila sem vilja koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og greiða allt að 80% af kostnaði við hvert verkefni. Fyrst um sinn munu áherslur sjóðsins snúa að verkefnum í miðborginni. „Það er reglulega talað um aðgengismál en ég ímynda mér að vandamálið sé að oft er um að ræða lítil fyrirtæki og það geti verið svolítið stór biti fyrir sum þeirra að laga sín mál,“ segir Haraldur. Hugmyndin sé að sjóðurinn verði í góðu samstarfi við verktaka sem hafi góða reynslu af slíkum verkefnum og að borgin veiti rekstraraðilum aðstoð varðandi nauðsynlegar leyfisveitingar. Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að aka ökutækjum með P-merki í göngugötum. Vísir/vilhelm Haraldur leggur fram fimm milljóna króna stofnframlag til sjóðsins og Reykjavíkurborg sömu upphæð. Þá hefur verið leitað eftir samstarfi við fleiri aðila og hafa einstaklingar, fyrirtæki, samtök og stofnanir lýst áhuga á að leggja til stofnfé. „Við erum núna byrjuð að leita að verktökum, við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum um að taka þátt og styrkja verkefnið þannig að ég er bara mjög glaður með hvernig þetta byrjar. Ef við gerum þetta hratt og vel þá held ég að það verði hægt að gera mjög stóra hluti á stuttum tíma.“ Haraldur vonast til að búið verði að setja upp töluvert magn af nýjum römpum í miðbænum fyrir lok næsta sumars. Seldi fyrirtækið til Twitter Nýlega var greint frá kaupum samfélagsmiðlarisans Twitter á Ueno. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en hönnunarstofan hefur á síðustu árum unnið verkefni fyrir stórfyrirtæki á borð við Google, Facebook, Apple, Twitter og Visa. Haraldur stofnaði Ueno árið 2014 og störfuðu 64 hjá fyrirtækinu árið 2019 á starfsstöðvum þess í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Sama ár námu tekjur Ueno um 2,2 milljörðum króna. „Frá því að ég stofnaði Ueno þá hefur gengið mjög vel og við höfum sett svona milli tíu og fimmtán milljónir króna á ári í góð málefni. Ég ætla bara að reyna að halda því áfram og gera betur,“ segir Haraldur. Haraldur skrapp til Íslands ásamt fjölskyldu sinni síðasta sumar eftir fimm ára búsetu í San Francisco en ílengdist hér vegna heimsfaraldursins. Fjölskyldan hefur nú ákveðið að flytja heim. Mikilvægt heillaskref Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar verður formlega stofnaður þann 1. febrúar næstkomandi en ekki liggur enn fyrir hvenær byrjað verður að taka við styrktarumsóknum. Haraldur vonast til að tilkoma sjóðsins eigi eftir að auðvelda líf hreyfihamlaðra og fækka hindrunum, áþreifanlegum sem og félagslegum. „Fyrir mig persónulega þá mun þetta hafa mjög mikil áhrif og það eru þúsundir einstaklinga sem búa í borginni eða heimsækja hana sem eru í svipaðri stöðu. Sumum líkamlegum þáttum er ekki hægt að breyta en það er rosalega mikið sem hægt er að laga, eins og þessi mannanna verk sem gera það bara miklu erfiðara að vera með fötlun. Ég held að það sé algjör óþarfi.“
Reykjavík Verslun Borgarstjórn Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND félagsins. 13. október 2019 13:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20
Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00
Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND félagsins. 13. október 2019 13:36