Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs. Reykjavík Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00