Innlent

Engin störu­keppni við óstýriláta farþega í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Greint var frá því í dag að hjón með ung börn hefðu í gær neitað að fara í sýnatöku við komuna til landsins. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en fóru loks sjálfviljug í sýnatöku.

Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir í samtali við Vísi að allt hafi gengið að óskum á flugvellinum í dag. „Engin störukeppni við óstýriláta farþega,“ segir Sigurgeir léttur í bragði.

Óvissa hefur verið uppi um það hvort stoð sé fyrir skimunarskyldunni í lögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir neyðina sem stjórnvöld bera fyrir sig nú, en ekki áður, felast í vexti faraldursins síðustu daga.


Tengdar fréttir

Kærkomið að losna við argaþrasið

Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×