Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því flestir sem greinast með kórónuveiruna á landamærunum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland. Fjórtán greindust á landamærum í dag, nær allir úr sömu flugvélinni.

Við ræðum einnig við forsætisráðherra sem segir skýra heimild fyrir skimunarskyldu á landamærunum vegna mikillar hættu sem stafar af örum vexti kórónuveirufaraldursins erlendis.

Við sjáum svipmyndir frá heimför rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og heyrum af mikilli uppbyggingu á Selfossi. Þetta og fleira í fréttum okkar sem hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×