Innlent

Við­bragðs­aðilar lausir úr sótt­kví

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi í Skötufirði í gær.
Frá vettvangi í Skötufirði í gær.

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Fjölskylda sem var á leið heim til sín á Flateyri var í bíl sem lenti í sjónum í firðinum. Kamila Majewska, kona á þrítugsaldri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Eiginmaður hennar og ungt barn eru enn undir læknishöndum á Landspítalanum.

Viðbragðsaðilar lausir úr úrvinnslusóttkví. Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í lífsbjargandi aðgerðum þegar umferðarslysið...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunday, 17 January 2021

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir, eftir upplýsingum frá lögreglu.

„Sóknarpresturinn í Önundarfirði hefur opnað Flateyrarkirkju og býður þeim sem það vilja að koma þangað og eiga stund milli kl. 14:00 og 16:00. Gætt verður að sjálfssögðu að sóttvarnareglum,“ segir einnig í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.