Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Vegfarendur unnu þrekvirki þegar þeir aðstoðuðu fjölskyldu eftir að bíll hennar hafnaði úti í sjó í Skötufirði í dag. Við fjöllum um slysið og ræðum við viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fjöllum við um stöðu kórónuveirufaraldursins en enginn greindist með veiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir allt velta á landamærunum.

Ónotatilfinning gerði vart við sig hjá Seyðfirðingum sem þurftu að yfirgefa hús sín í gær. Úrkoman olli þó ekki usla í dag.

Þá tökum við stöðuna á yfirlögregluþjóni á Keflavíkurflugvelli en vel gekk að framfylgja skimunarskyldu á vellinum í dag. Ekki þarf lengur að tala fólk til svo það fari í skimun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×