Fjórir greindust smitaðir á landamærunum, samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna.
Hætta að uppfæra um helgar
Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að sú breyting hafi orðið á verklagi hjá almannavörnum að vefur Landlæknis og almannavarna, covid.is, verði ekki lengur uppfærður um helgar.
Á vefnum er hægt að nálgast ítarlega tölfræði um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi og hefur hann hingað til verið uppfærður daglega klukkan ellefu. Nú hefur uppfærslum um helgar verið hætt og því verður hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um fjölda sýna, fjölda smitaðra í sóttkví og annað slíkt á mánudag.
Jóhann segir að verklagið verði endurskoðað ef tilefni þykir til.
Fréttin hefur verið uppfærð.