Innlent

Enginn greindist innan­lands í gær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
BE3A7057
Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Fjórir greindust smitaðir á landamærunum, samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna.

Hætta að uppfæra um helgar

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að sú breyting hafi orðið á verklagi hjá almannavörnum að vefur Landlæknis og almannavarna, covid.is, verði ekki lengur uppfærður um helgar.

Á vefnum er hægt að nálgast ítarlega tölfræði um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi og hefur hann hingað til verið uppfærður daglega klukkan ellefu. Nú hefur uppfærslum um helgar verið hætt og því verður hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um fjölda sýna, fjölda smitaðra í sóttkví og annað slíkt á mánudag.

Jóhann segir að verklagið verði endurskoðað ef tilefni þykir til.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×