Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Allir sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag. Ástæðan er ítrekuð sóttkvíarbrot farþega. Við ræðum við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þessa ákvörðun hennar.

Þá ræðum við við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í beinni útsendingu um áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærum.

Við segjum frá því að stjórnvöld í Bretlandi bönnuðu í dag komur ferðamanna frá Suður-Ameríku vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar.

Fjallað verður um það að tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í kössum vegna skorts á samningum. Skimunin var færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslustöðva í byrjun árs.

Við verðum svo í beinni útsendingu frá Skautahöllinni í Reykjavík. Höllin er farin að iða aftur af lífi en hún var opnuð aftur fyrir almenningi í vikunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefst á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.