Innlent

Eldri hjón hrepptu 17,6 milljóna vinning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjónin hrepptu 2. vinning í Víkingalottó.
Hjónin hrepptu 2. vinning í Víkingalottó. Vísir/Vilhelm

Hjón á efri árum unnu 17,6 milljónir króna í Víkingalottó á miðvikudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þar segir að hjónin séu lukkuleg með vinningin og hafi raunar átt erfitt með að trúa því að þau hefðu hreppt hann. Þá segir Íslensk getspá að hjónin búi í göngufæri við Kringluna og eiginmaðurinn rölti iðulega þangað til að kaupa sér lottómiða. Vinningsmiðinn hafi einmitt verið keyptur í einum slíkum göngutúr.

Í síðustu viku vann ungur maður 60 milljónir í Víkingalottó. Íslensk getspá hafði eftir honum að hann hygðist kaupa sér íbúð og bíl fyrir vinninginn.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.