„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 08:20 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira