Innlent

Þrír í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudaginn í næstu viku.
Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. janúar á grundvelli vegna líkamsárásar aðfaranótt fimmtudags í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið og lagði kröfuna fram vegna rannsóknarhagsmuna að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu í gærmorgun. Þar kom fram að þrír hefðu verið handteknir grunaðir um líkamsárás í miðbænum.

Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðadeild Landspítalans en hann var með áverka á höndum og víðar. Hann var síðan einnig færður í fangageymslu vegna rannsóknar malsins.

Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.