Innlent

Fljúgandi hálka á götum borgarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er mikil og lúmsk hálka á götum borgarinnar eins og sést á þessari mynd sem tekin er í morgun svo ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara að öllu með gát.
Það er mikil og lúmsk hálka á götum borgarinnar eins og sést á þessari mynd sem tekin er í morgun svo ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara að öllu með gát. Hrönn Egilsdóttir

Fljúgandi hálka er á höfuðborgarsvæðinu og ættu ökumenn og aðrir vegfarendur því að fara mjög varlega nú í morgunsárið.

Verið er að salta helstu aðalleiðir og segir Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, í samtali við RÚV að hálkan sé stórhættuleg því hún sjáist svo illa.

Frostrigning hafi verið í nótt sem hafi síðan þykknað á götum og gangstéttum. Slík rigning valdi því mikilli og glærri hálku sem erfitt sé að sjá.

„Fólk getur ekið á svona kafla og ræður þá ekki neitt við bílinn,“ segir Þröstur.

Vonast er til þess búið verði að salta allar aðalleiðir áður en mesta morgunumferðin hefst.

„„Við erum að berjast við þetta áður en fólk fer á ferð. Vonandi dugar það. Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur,“ segir Þröstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.