Innlent

Nei­kvæðar niður­stöður komnar hjá lið­lega helmingi þeirra sem þarf að skima

Atli Ísleifsson skrifar
Greint var frá því í gær að sjúklingur á hjartadeild á Landspítala, deild 14 EG við Hringbraut, hefði greinst með Covid-19.
Greint var frá því í gær að sjúklingur á hjartadeild á Landspítala, deild 14 EG við Hringbraut, hefði greinst með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær.

Í tilkynningu frá spítalanum, sem send var á fjölmiðla um klukkan 11:30, segir að enn sem komið sé hafi allar niðurstöður starfsfólks reynst neikvæðar eða liðlega hundrað talsins.

Áður höfðu komið neikvæðar niðurstöður úr skimun 32 inniliggjandi sjúklinga.

Greint var frá því í gær að sjúklingur á hjartadeild, deild 14 EG við Hringbraut, hefði greinst með Covid-19. Í gærkvöldi var dagvaktin á hjartadeildinni skimuð ásamt inniliggjandi sjúklingum. Reyndust allar niðurstöður neikvæðar.

Eftir að smitið kom upp var lokað fyrir innlagnir, en ekki liggur fyrir hvernig viðkomandi smitaðist. Þá var öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum frestað.


Tengdar fréttir

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.