Lífið

Rúrik tók enga áhættu eftir allt saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik skemmtir sér greinilega vel í Brasilíu.
Rúrik skemmtir sér greinilega vel í Brasilíu. @rúrik gíslason

„Stundum verður maður að taka áhættu í lífinu,“ skrifaði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason við mynd á Instagram sem hann birti í gær á Instagram.

Rúrik er staddur í Brasilíu ásamt kærustunni sinni Nathalia Soliani.

Á myndinni virðist Rúrik hanga fram af fjallsbrún úr töluverðri hæð en um er að ræða þekktan túristastað í þjóðgarði í Brasilíu þar sem fólk bíður í röðum einmitt til að ná þessari mynd. 

Í raun eru aðeins nokkrir sentímetrar til jarðar eins og Sindri R. Sindrason sýnir frá á Twitter.

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.