Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 20:57 Sálfræðingur segir konuna hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Vísir/Getty Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður. Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent