Bindur vonir við að bólusetning komist á almennilegt skrið í lok mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rýnir í þá samninga sem Ísland hefur gert við lyfjaframleiðendur og næstu skref. Vísir/Baldur Hrafnkell Jákvæðar fréttir bárust frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca í morgun en búið er að sækja um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun hljóta flýtimeðferð hjá stofnuninni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30