Bindur vonir við að bólusetning komist á almennilegt skrið í lok mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rýnir í þá samninga sem Ísland hefur gert við lyfjaframleiðendur og næstu skref. Vísir/Baldur Hrafnkell Jákvæðar fréttir bárust frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca í morgun en búið er að sækja um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun hljóta flýtimeðferð hjá stofnuninni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30