Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 12:06 Rúmlega fjórtán þúsund færri voru starfandi á vinnumarkaði í október 2020 en í sama mánuði árið 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24