Erlent

Taka skinku­sam­lokur af bíl­stjórum eftir Brexit

Sylvía Hall skrifar
Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi.
Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi. Getty/Peter Boer

Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir.

Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim.

„Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“

Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu.

Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur.

Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.