Innlent

Sprengi­sandur: Ís­lands­banki til al­mennings og á­standið í Banda­ríkjunum

Sylvía Hall skrifar
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen, Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru á meðal gesta.
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen, Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru á meðal gesta. Vísir/Vilhelm

Það verður gestagangur á Sprengisandi í dag þar sem farið verður yfir víðan völl. Þátturinn er á dagskrá frá klukkan 10 til 12. 

Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og forstjóri Sýnar, er fyrsti gestur þáttarins. Hann mun ræða nauðsyn innviðafjárfestinga og furðar sig á fjarveru þeirra á samdráttartímum.

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands mun rekja niðurstöður úr tveimur nýjum ritum um jarðveg og loftslagsmál. Hann færir rök fyrir því að betri umgengni við landið og rétt nýting þess gæti skilað Íslandi kolefnishlutleysi hratt og örugglega.

Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen, Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ræða hugmyndir Sigríðar um að gefa almenningi Íslandsbanka sem og nýjustu vendingar í sóttvarnarmálum.

Að lokum munu Karl Th. Birgisson og Jón Óskar Sólnes fjalla um ástandið í Bandaríkjunum eftir árásina á þinghúsið á miðvikudag.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×