Innlent

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. 
Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.  Vísir/vilhelm

Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

„Að gefnu tilefni“ biður lögregla fólk um að sýna tillitsemi og birta ekki myndir frá slysstað á samfélagsmiðlum. 

Klukkan 11:49 barst lögreglu tilkynning um að ekið hafði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ. Tveir aðilar voru...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 7. janúar 2021

Ekki eru veittar frekari upplýsingar um slysið eða líðan hinna slösuðu í tilkynningu. Í frétt Víkurfrétta segir að mikill viðbúnaður hafi verið á slysstað í hádeginu. Þá hafi lögregla enn verið við vinnu á vettvangi tveimur tímum eftir að slysið varð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×