Fótbolti

Benzema þarf að mæta fyrir rétt vegna fjárkúgunarmálsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mathieu Valbuena og Karim Benzema stilla sér upp fyrir leik með franska landsliðinu, áður en það slettist upp á vinskapinn.
Mathieu Valbuena og Karim Benzema stilla sér upp fyrir leik með franska landsliðinu, áður en það slettist upp á vinskapinn. getty/Xavier Laine

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, þarf að mæta fyrir dóm vegna tilraunar til að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, fyrrverandi félaga hans í franska landsliðinu. Franskir saksóknarar greindu frá þessu í dag.

Benzema var handtekinn í nóvember 2015 og sakaður um að borga einstaklingum fyrir að kúga fé út úr Valbuena með því að hóta að birta kynlífsmynband með honum opinberlega. Valbuena hafði samband við lögregluna eftir að hafa fengið símtal frá fjárkúgaranum.

Málið er nú komið í fréttirnar á ný og Benzema þarf að gera sér að góðu að mæta fyrir rétt.

Benzema hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan málið kom upp. Hann hafði þá leikið 81 landsleik og skorað 27 mörk.

Valbuena, sem leikur í dag með Olympiacos í Grikklandi, lék 52 landsleiki á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×