Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2021 23:45 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu. Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu.
Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32
Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06
Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40