Lífið

Gerir stólpagrín að norrænum glæpaþáttum og Íslendingar fá engan afslátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alasdair Beckett-King fer á kostum í þessu stutta myndbandi.
Alasdair Beckett-King fer á kostum í þessu stutta myndbandi.

„Hver einasti skandinavíski glæpaþáttur,“ skrifar breski grínistinn Alasdair Beckett-King við myndband sem hann birtir á Twitter.

Myndbandið hefur slegið í gegn á Twitter og er Beckett-King augljóslega að vísa í þætti sem hafa verið framleiddir á Norðurlöndunum og í Skandinavíu. Þættir eins og Ófærð 1 og 2 og fleiri svipaðir þættir.

Til að mynda heitir karakter í myndbandinu Gunnar Gunnarsson.

Fjölmargir hafa svarað færslunni og segja sumir að innslagið minni einmitt á íslenska þætti.

Thomax Beats segir til að mynda: „Hahahah. Þetta er mjög nákvæmt hjá þér og alveg hundrað prósent Ísland.“

Og fleiri taka undir það.

Einn segir: „Ekki alveg nægilega góður Ólafur Darri Ólafsson til að vera íslenskur.“

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.