Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2016 14:10 Ótrúleg atburðarás í París í gær. vísir/getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast. Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast.
Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30
Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30
Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38