Veður

Hæg vest­læg átt með éljum og kólnandi veður

Atli Ísleifsson skrifar
Kaldara veður verður á morgun.
Kaldara veður verður á morgun. Vísir/vilhelm

Spáð er fremur hægri vestlægri átt í dag með éljum um vestanvert landið en dálítilli rigningu eða slyddu suðaustantil. Þurrt að mestu norðaustanlands og hiti kringum frostmark.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að á morgun hvessi dálítið úr norðvestri á morgun, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en þurrt og bjart veður mest alls staðar, en lítilsháttar él fyrir norðan. 

Það kólnar um mest allt land þar sem frost verður á bilinu tvö til átta stig.

Spákortið fyrir hádegið.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðvestan 5-13 m/s með þurru og björtu veðri, en lítilsháttar él á norðanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig síðdegis.

Á fimmtudag: Suðvestan 3-8 framan af degi, víða léttskýjað og frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landsins. Bætir í vind vestantil á landinu síðdegis, þykknar upp þar með snjókomu og síðar rigningu og hlýnandi veðri.

Á föstudag: Hvöss suðvestanátt með rigningu og hita 2 til 7 stig. Snjókoma eða slydda seinnipartinn og ört kólnandi veður. Úrkomulítið á Norðausturlandi og Austfjörðum.

Á laugardag: Stíf norðvestanátt. Snjókoma á norðanverðu landinu, él suðvestantil, en þurrt að kalla á Suðausturlandi og Austfjörðum. Frost 3 til 10 stig.

Á sunnudag: Norðvestlæg átt með éljum á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir norðlægar áttir með dálítilli snjókomu eða éljum fyrir norðan en þurrt og bjart sunnan heiða. Áfram frost um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×