Lífið

Vélmennakvartett sýnir ótrúlega takta á dansgólfinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vélmennin fara á kostum á dansgólfinu.
Vélmennin fara á kostum á dansgólfinu. Boston Dynamics

Tæknifyrirtækið Boston Dynamics, sem er í eigu Alphabet, móðurfélags Google, birti myndband á dögunum af nokkrum vélmennum úr smiðju fyrirtækisins þar sem þau stíga léttan dans í takt við lagið „Do you love me?“

Fyrirtækið birtir reglulega myndbönd af vélmennunum sem ætlað er að sýna hreyfigetu þeirra.

„Allt gengið okkar kom saman og fagnaði upphafi árs sem vonandi verður hamingjuríkara,“ segir í lýsingu fyrirtækisins með nýjasta myndbandinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Myndbandið var birt á YouTube þann 29. desember en þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað ríflega 21,3 milljón sinnum.

Sjón er sögu ríkari en fínhreyfingar vélmennanna eru á köflum alveg með ólíkindum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.