Innlent

„Það kemur margt gott út úr Covid,“ segir Elliði bæjarstjóri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem segir að það hafi margt gott komið út úr Covid.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem segir að það hafi margt gott komið út úr Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi segir að Íslendingar hafi lært mikið af Covid og að heimsfaraldurinn hafi kennt þjóðinni margt.

Viðhorf fólks gagnvart Covid-19 er æði misjöfn þó flestir séu eflaust vonsviknir yfir heimsfaraldrinum og vilja losna við hann sem allra, allra fyrst.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss segir faraldurinn hafa kennt fólki margt og það sé mikil ákorun að vera bæjarstjóri á tímum Covid.

„Það er alltaf gamana að vera bæjarstjóri og á tímum Covid eru þetta öðruvísi verkefni, að sumuleyti krefjandi en Covid er bara að kenna okkur margt. Hér í Ölfusi erum við til dæmis orðin afar seig í notkun á öllum fjarfundabúnaði, við erum orðin sveigjanlegri með vinnustað og vinnutíma. Það kemur margt gott út úr Covid líka en við verðum líka fegin þegar þessum áskorunum líkur,“ segir Elliði.

Íbúar í Ölfusi eins og aðrir íbúar landsins hafa tileinkað sér vinnu í gegnum fjarfundabúnað með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elliði segir það enga spurningu í sínum huga að fara í bólusetningu gegn Covid.

„Já, ég ætla í bólusetningu um leið og mér stendur það til boða. Mér finnst það vera skylda okkar að reyna að ná tökum á þessu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×