Viðhorf fólks gagnvart Covid-19 er æði misjöfn þó flestir séu eflaust vonsviknir yfir heimsfaraldrinum og vilja losna við hann sem allra, allra fyrst.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss segir faraldurinn hafa kennt fólki margt og það sé mikil ákorun að vera bæjarstjóri á tímum Covid.
„Það er alltaf gamana að vera bæjarstjóri og á tímum Covid eru þetta öðruvísi verkefni, að sumuleyti krefjandi en Covid er bara að kenna okkur margt. Hér í Ölfusi erum við til dæmis orðin afar seig í notkun á öllum fjarfundabúnaði, við erum orðin sveigjanlegri með vinnustað og vinnutíma. Það kemur margt gott út úr Covid líka en við verðum líka fegin þegar þessum áskorunum líkur,“ segir Elliði.

Elliði segir það enga spurningu í sínum huga að fara í bólusetningu gegn Covid.
„Já, ég ætla í bólusetningu um leið og mér stendur það til boða. Mér finnst það vera skylda okkar að reyna að ná tökum á þessu.“