Bíó og sjónvarp

Birta áður óséðan Matrix-hrekk úr lokaþætti The Office

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Féll Dwight fyrir hrekknum eða ekki?
Féll Dwight fyrir hrekknum eða ekki? Mynd/NBC.

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur birt atriði úr lokaþætti bandarísku útgáfu The Office sem ekki hefur verið birt opinberlega áður.

Upphaflega átti umrætt atriði að vera opnunaratriði þáttarins sem sýndur var árið 2013. Atriðið var hins vegar klippt út úr lokaútgáfu lokaþáttarins þar sem það var í lengri kantinum. Það hefur aldrei komið fyrir sjónir almennings fyrr en nú.

Í atriðinu, sem sjá má hér að neðan, reyna Jim og Pam, sem leikin voru af John Krasinski og Jennu Fischer, að plata Dwight, sem leikinn var af Rainn Wilson, til þess að halda hann sé staddur inn í Matrix-heiminum, úr samnefndum kvikmyndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.