Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að sá sem var handtekinn hafi veist að manni með hníf með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut stungusár.
Hinn meinti árásarmaður var handtekinn skömmu síðar og gistir hann nú fangageymslur vegna rannsóknar málsins.
Þá segir einnig í dagbókinni að mikið hafi verið um tilkynningar um hávaða eða ónæði vegna flugelda í öllum hverfum höfuðborgarsvæðiðisins.
Lögregla hafði annars í ýmis horn að líta en skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um innbrot í golfskála í Garðabæ. Sá sem er grunaður um innbrotið var enn á vettvangi þegar lögregu bar að garði.
Þóttist hann vera sofandi. Það dugði þó skammt, enda var hann handtekinn og færður til vistunar í fangageymslu.