Ekki heyrt af stórum brotum á samkomutakmörkunum í gærkvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 12:01 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segist ekki vita til þess að í gærkvöldi hafi verið mikið um brot á samkomutakmörkunum. „Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira