Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. desember 2020 13:10 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. Níu greindust með kórónuveiruna í gær, þar af voru sex í sóttkví. Sjö greindust með veiruna daginn áður, þar af einungis tveir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst talsverðum áhyggjum af mannamótum og hópamyndun landsmanna í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Inntur eftir því hvort hann hafi átt von á að fleiri greindust nú eftir jól, þegar vika er liðin frá Þorláksmessu, segir Þórólfur að hann hafi alveg eins átt von á því. „Alveg eins. Og ekki síður fyrir jól og þvíumlíkt, að það gæti komið uppsveifla. Eins og staðan er núna erum við ekki að sjá það.“ Áramótin séu nú að bresta á og áhrif mögulegra mannamóta næstu daga eigi eftir að koma í ljós í næstu viku. „En maður er ánægður með að þetta sé ekki að sveiflast alveg upp. Þannig ég held að þær áhyggjur sem maður hafði fyrir jólin og viku fyrir jól, það er ekki alveg að raungerast núna. Þannig að það er bara mjög gott,“ segir Þórólfur. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. „Þannig að ég held að við þurfum að láta jól og áramótin líða og síðan kemur svona aðeins ró á mannskapinn eftir það og þá þurfum við að sjá hvað gerist.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Níu greindust með kórónuveiruna í gær, þar af voru sex í sóttkví. Sjö greindust með veiruna daginn áður, þar af einungis tveir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst talsverðum áhyggjum af mannamótum og hópamyndun landsmanna í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Inntur eftir því hvort hann hafi átt von á að fleiri greindust nú eftir jól, þegar vika er liðin frá Þorláksmessu, segir Þórólfur að hann hafi alveg eins átt von á því. „Alveg eins. Og ekki síður fyrir jól og þvíumlíkt, að það gæti komið uppsveifla. Eins og staðan er núna erum við ekki að sjá það.“ Áramótin séu nú að bresta á og áhrif mögulegra mannamóta næstu daga eigi eftir að koma í ljós í næstu viku. „En maður er ánægður með að þetta sé ekki að sveiflast alveg upp. Þannig ég held að þær áhyggjur sem maður hafði fyrir jólin og viku fyrir jól, það er ekki alveg að raungerast núna. Þannig að það er bara mjög gott,“ segir Þórólfur. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. „Þannig að ég held að við þurfum að láta jól og áramótin líða og síðan kemur svona aðeins ró á mannskapinn eftir það og þá þurfum við að sjá hvað gerist.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira