Hringanórinn hámar í sig síld og er tekinn að hressast Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2020 14:49 Kári var aðeins 7,6 kíló við komuna í Húsdýragarðinn en hann étur átta síldar á dag og er kominn í tíu kíló. Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska. Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51