Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 21:50 Elías Már Ómarsson hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. vísir/getty Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild. Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild.
Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15
Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54
Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01
Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30