Fótbolti

Ljungberg þarfnast hvíldar

Ljungberg í leik gegn Króötum
Ljungberg í leik gegn Króötum MYND/AP

Læknir sænska landsliðsins segir að það komi jafnvel til greina að hvíla Freddy Ljungberg í riðlakeppni HM. Freddy hefur átt við erfið meiðsl að stríða í fæti og hefur þurft á sprautu að halda fyrir alla leiki Arsenal að undanförnu.

Freddy verður hvíldur í æfingaleiknum gegn Finnum í kvöld og munu Svíjar reyna að hvíla þennan snjalla miðjumann eins mikið og þeir hugsanlega geta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×