Fótbolti

Lehmann hefur áhyggjur af nýja boltanum

Boltinn sem notaður verður í opnunarleiknum á milli Þjóðverja og Kosta Ríkamanna.
Boltinn sem notaður verður í opnunarleiknum á milli Þjóðverja og Kosta Ríkamanna. MYND/AP

Nýr bolti sem notaður verður á HM í Þýskalandi í næsta mánuði vekur áhyggjur hjá Jens Lehmann, aðalmarkverði Þýskalandsliðsins. Um er að ræða nýja tegund af Adidas Teamgeist og hefur markvörðurinn miklar áhyggjur.

"Þessi bolti er gerður sérstaklega fyrir útileikmenn og áhorfendur, ekki fyrir markmenn. Ef það er rigning þá verður þetta ekki létt hjá okkur markvörðum. Hann er mjög sleipur og einnig færist hann til í loftinu. Nike boltinn (notaður í enskuúrvalsdeildinni) minnir meira á gömlu leður boltana. Þessi Adidas bolti er meira plast," sagði Lehmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×