Innlent

Búið að slökkva í sinunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðsmaður við störf á vettvangi.
Slökkviliðsmaður við störf á vettvangi. Vísir/Vilhlem

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk slökkvistarfi vegna sinuelds suðaustan við Saltvík á Kjalarnesi nú síðdegis.

Mikinn reyk lagði frá svæðinu sem erfitt var að komast að. Aldrei var þó hætta á ferðum og gekk slökkvistarf vel samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Erfitt var að komast að svæðinu þar sem sinan brann, til að mynda var ekki hægt að komast með slökkvibílana en útkall barst klukkan 14.40 í dag.

Slökkviliðsbílunum var lagt við meðferðarheimilið Vík. Þaðan var labbað á vettvang en einnig var farið á sexhjóli með lítinn vatnstank sem notaður var til þess að bleyta í.

Alls brann sinan á um 200 metra löngum tungum en aldrei var hætta á að eldurinn myndi teygja sig yfir í byggð.

Erfitt var að komast á vettvang brunans þar sem slökkvibílar komust ekki að.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×