Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum 26. september 2012 18:02 Íslenskan og tæknin. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Loftslagsmál Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Loftslagsmál Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira