Emmsjé Gauti og Króli gefa út myndband við Malbik Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 15:30 Nýtt myndband frá Gauta og Króla. Rapparnir Emmsjé Gauti og Króli hafa gefið út nýtt myndband við lagið vinsæla Malbik. Lagið er eitt vinsælasta lag landsins í dag og þekkja aðdáendur þeirra beggja það vel. Malbik er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaununum sem verða afhent í Hörpu á miðvikudag. Það voru þeir Fannar Birgisson og Ragnar Óli Sigurðsson sem framleiddu og leikstýrði myndbandinu. Gauti lýsti eftir leikstjórum á Instagram og svöruðu þeir kallinu. „Platan mín Bleikt ský er komin í master ferli og það er mjög stutt þangað til hún fær að líta dagsins ljós. 10 ný lög auk þess að slagarinn Malbik fylgir með,“ segir Gauti í færslu á Facebook. „Það eru næstum því fimm mánuðir frá því að Malbik kom út. Lagið fékk frábærar undirtektir og situr ennþá á topplistum útvarpsstöðva og Spotify. Ég var næstum búinn að gefa upp þá hugmynd að gera tónlistarmyndband við lagið en fannst þó synd að það væri myndbandslaust. Ég setti inn póst á instagram hvort einhver hefði áhuga á því gera einfalt myndband við lagið og ég fékk svar frá strákum sem höfðu áhuga á því. Niðurstaðan er síðan sú að þeir náðu að skapa tónlistarmyndband úr litlu sem engu með lágmarks tækjabúnaði. Þeir heita Fannar Birgisson, Ragnar Óli Sigurðsson og Óttar Ingi Þorbergsson. Takk strákar fyrir myndbandið,“ segir Gauti. Þormóður Eiríksson pródúseraði lagið sjálft en hér að neðan má sjá nýja myndbandið. Menning Tengdar fréttir Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify 2. mars 2020 15:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparnir Emmsjé Gauti og Króli hafa gefið út nýtt myndband við lagið vinsæla Malbik. Lagið er eitt vinsælasta lag landsins í dag og þekkja aðdáendur þeirra beggja það vel. Malbik er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaununum sem verða afhent í Hörpu á miðvikudag. Það voru þeir Fannar Birgisson og Ragnar Óli Sigurðsson sem framleiddu og leikstýrði myndbandinu. Gauti lýsti eftir leikstjórum á Instagram og svöruðu þeir kallinu. „Platan mín Bleikt ský er komin í master ferli og það er mjög stutt þangað til hún fær að líta dagsins ljós. 10 ný lög auk þess að slagarinn Malbik fylgir með,“ segir Gauti í færslu á Facebook. „Það eru næstum því fimm mánuðir frá því að Malbik kom út. Lagið fékk frábærar undirtektir og situr ennþá á topplistum útvarpsstöðva og Spotify. Ég var næstum búinn að gefa upp þá hugmynd að gera tónlistarmyndband við lagið en fannst þó synd að það væri myndbandslaust. Ég setti inn póst á instagram hvort einhver hefði áhuga á því gera einfalt myndband við lagið og ég fékk svar frá strákum sem höfðu áhuga á því. Niðurstaðan er síðan sú að þeir náðu að skapa tónlistarmyndband úr litlu sem engu með lágmarks tækjabúnaði. Þeir heita Fannar Birgisson, Ragnar Óli Sigurðsson og Óttar Ingi Þorbergsson. Takk strákar fyrir myndbandið,“ segir Gauti. Þormóður Eiríksson pródúseraði lagið sjálft en hér að neðan má sjá nýja myndbandið.
Menning Tengdar fréttir Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify 2. mars 2020 15:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira