Vill þak á fjölda sendiherra og að stöður verði almennt auglýstar Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2020 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill sjá breytingar á skipanir sendiherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann. Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann.
Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira