Lífið

Rafvirkinn Margrét tók þakíbúð í Kópavogi í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkefnið gekk það vel að Margrét ætlar strax í næsta. 
Verkefnið gekk það vel að Margrét ætlar strax í næsta. 

Rafvirkinn Margrét Arnardóttir fjárfesti í íbúð sem tilbúin var til tréverks í Álalind í Kópavogi og fékk Gulli Byggir að fylgjast með hvernig gekk að koma íbúðinni í stand.

Vinkonur Margrétar mættu reglulega á svæðið til að aðstoða en þær eru margar menntaðar húsasmiðir.

Þegar Margrét byrjaði á verkefninu átti eftir að setja upp allar innréttingar, parket og flísaleggja og margt fleira. Íbúðin er um 150 fermetrar.

Þegar verkefninu var lokið ákvað Margrét að setja eignina strax aftur á sölu því henni þótt verkefnið það skemmtilegt að hún vill fara strax í það næsta. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins á Stöð 2.

Klippa: Rafvirkinn Margrét tók þakíbúð í Kópavogi í gegn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×