Gríðarlega stolt af skólakerfinu sem hafi tæknivæðst á mettíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:01 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, heimsótti nokkra skóla nú í morgunsárið eftir að skólastarf hófst með hefðbundnum hætti. Hún kveðst stolt af íslenskum nemendum og kennurum sem hafi yfirstigið fjölmargar hindranir í samkomubanninu. Vísir Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30
Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04