Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 11:00 Logi Ólafsson á síðari tíma sínum í Vikunni. Hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992 og svo aftur frá 2017 til 2018. mynd/víkingur Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira