Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 10:23 Stöðva þurfti flutning Daða í einvíginu vegna tæknivandræða. Skjáskot/RÚV Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí. Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí.
Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira