Einmana Íslendingur í Noregi dó ekki ráðalaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2015 11:45 Frá jólaskemmtun í Ås í Noregi. Vísir Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“ Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira