Rósa og Brenton sýna í Listasafninu á Akureyri Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 14:26 Sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, fer fram í Ketilhúsinu. vísir/aðsent Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varamaður í stjórn félagsins. „Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í þræðinum“. Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.Brenton Alexander Smith, sýnir Með vélum / Together With Machines.Sýning Brenton Alexander Smith, Með vélum / Together With Machines, kannar samband mannlegs samfélags við vélar á tímum þar sem tæknin hefur aðlagast lífi og líkama mannsins. BIOS (Basic Input/Output System) er tölvukubbur sem hannaður er til að ræsa stýrikerfi tölvu eftir að kveikt er á henni. Á grísku βίος, sem þýðir „líf“. Þessi skáldlega tilviljun bendir til þess að BIOS sé lífskraftur tölvunnar. Hvernig mannfólkið á nú í samskiptum við tölvurnar sínar er endurómur þessarar hugmyndar; þær eru ekki einungis tól heldur oft meðhöndlaðar sem félagar. Brenton AlexanderSmith útskrifaðist frá Sydney College of the Arts í Ástralíu 2014 og er þetta hans fyrsta einkasýning. Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varamaður í stjórn félagsins. „Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í þræðinum“. Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.Brenton Alexander Smith, sýnir Með vélum / Together With Machines.Sýning Brenton Alexander Smith, Með vélum / Together With Machines, kannar samband mannlegs samfélags við vélar á tímum þar sem tæknin hefur aðlagast lífi og líkama mannsins. BIOS (Basic Input/Output System) er tölvukubbur sem hannaður er til að ræsa stýrikerfi tölvu eftir að kveikt er á henni. Á grísku βίος, sem þýðir „líf“. Þessi skáldlega tilviljun bendir til þess að BIOS sé lífskraftur tölvunnar. Hvernig mannfólkið á nú í samskiptum við tölvurnar sínar er endurómur þessarar hugmyndar; þær eru ekki einungis tól heldur oft meðhöndlaðar sem félagar. Brenton AlexanderSmith útskrifaðist frá Sydney College of the Arts í Ástralíu 2014 og er þetta hans fyrsta einkasýning.
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira