Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 13:28 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum. Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent