Varðstjóri á Litla-Hrauni dæmdur fyrir að áreita samstarfsmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 11:06 Litla-Hrauni. Vísir/GVA Varðstjóri á Litla-Hrauni var á föstudaginn dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa áreitt konu sem starfaði sem fangavörður í fangelsinu. Varðstjórinn og fangavörðurinn, sem starfað hafa saman í þrettán ár, voru saman á vakt þann 11. janúar 2013. Varð varðstjórinn dæmdur fyrir að hafa strokið yfir vinstra brjóst varðarins utan klæða með hægri hendi. Málið var kært til lögreglu í apríl 2013 en starfaði varðstjórinn áfram í fangelsinu þrátt fyrir ákæruna. Var honum svo veitt áminning vegna málsins. Varðstjórinn bar fyrir sig að hafa verið að dást að nýrri flíspeysu sem fangavörðurinn og fleiri starfsmenn klæddust þann dag. Til umræðu hafi komið hversu mjúkar peysurnar væru og þá hafi hann, í hvatvísi, lagt höndina á öxl konunnar og strokið niður yfir brjóst brotaþola. Varðstjórinn hafi svo gengið út af varðstofunni en nokkru síðar spurst fyrir um fangavörðinn vegna verkefnis. Þá hafi honum verið tilkynnt að hún hafi farið veik heim. Ákærði hafi ekki tengt það framangreindum atburðum að því er segir í dómnum. Brotaþoli kvað ákærða hafa gripið um brjóst sitt en vitnum að atburðinum bar ekki saman um hvað gerst hefði. Ákærði neitaði að hafa gripið um brjóst hennar. Hann neitaði jafnframt að verknaðurinn hefði verið unninn af ásetningi og uppfyllti því ekki sakæmisgildi almennra hegningarlaga. Á það féllst dómurinn ekki. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf ákærði að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 173 þúsund krónur í miskabætur. Tengdar fréttir Fangavörður hætti eftir kynferðislega áreitni Kona sem starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni um árabil er hætt störfum eftir að hún kærði samstarfsmann sinn, sem er varðstjóri, fyrir kynferðislega áreitni. 14. janúar 2014 08:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Varðstjóri á Litla-Hrauni var á föstudaginn dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa áreitt konu sem starfaði sem fangavörður í fangelsinu. Varðstjórinn og fangavörðurinn, sem starfað hafa saman í þrettán ár, voru saman á vakt þann 11. janúar 2013. Varð varðstjórinn dæmdur fyrir að hafa strokið yfir vinstra brjóst varðarins utan klæða með hægri hendi. Málið var kært til lögreglu í apríl 2013 en starfaði varðstjórinn áfram í fangelsinu þrátt fyrir ákæruna. Var honum svo veitt áminning vegna málsins. Varðstjórinn bar fyrir sig að hafa verið að dást að nýrri flíspeysu sem fangavörðurinn og fleiri starfsmenn klæddust þann dag. Til umræðu hafi komið hversu mjúkar peysurnar væru og þá hafi hann, í hvatvísi, lagt höndina á öxl konunnar og strokið niður yfir brjóst brotaþola. Varðstjórinn hafi svo gengið út af varðstofunni en nokkru síðar spurst fyrir um fangavörðinn vegna verkefnis. Þá hafi honum verið tilkynnt að hún hafi farið veik heim. Ákærði hafi ekki tengt það framangreindum atburðum að því er segir í dómnum. Brotaþoli kvað ákærða hafa gripið um brjóst sitt en vitnum að atburðinum bar ekki saman um hvað gerst hefði. Ákærði neitaði að hafa gripið um brjóst hennar. Hann neitaði jafnframt að verknaðurinn hefði verið unninn af ásetningi og uppfyllti því ekki sakæmisgildi almennra hegningarlaga. Á það féllst dómurinn ekki. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf ákærði að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 173 þúsund krónur í miskabætur.
Tengdar fréttir Fangavörður hætti eftir kynferðislega áreitni Kona sem starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni um árabil er hætt störfum eftir að hún kærði samstarfsmann sinn, sem er varðstjóri, fyrir kynferðislega áreitni. 14. janúar 2014 08:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fangavörður hætti eftir kynferðislega áreitni Kona sem starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni um árabil er hætt störfum eftir að hún kærði samstarfsmann sinn, sem er varðstjóri, fyrir kynferðislega áreitni. 14. janúar 2014 08:45