Innlent

Fangavörður hætti eftir kynferðislega áreitni

Kristján Hjálmarsson skrifar
Konan starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni.
Konan starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni.
Kona sem starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni um árabil er hætt störfum eftir að hún kærði samstarfsmann sinn, sem er varðstjóri, fyrir kynferðislega áreitni. Þetta kemur fram á DV.is.

Samkvæmt DV telur konan að henni hafi verið bolað úr starfi og að tilraun hafi verið gerð til að þagga málið niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður og fer aðalmeðferð fram á vormánuðum. Tvö vitni urðu að áreitninni.

Varðstjórinn hefur játað brotið og þrátt fyrir ákæruna hefur honum ekki verið vikið úr starfi. Hann fékk áminningu frá fangelsismálayfirvöldum vegna atviksins.

Samkvæmt DV verður þinghald lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×