Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. Fyrsta tilfellið var staðfest hér á landi í dag þegar sýni úr karlmanni á fimmtudagsaldri reyndist jákvætt. Maðurinn hafði verið í skíðaferð með fjölskyldu sinni á Ítalíu og veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Víðir segir lögregluna hafa fengið góðar upplýsingar frá fjölskyldunni og tengdum aðilum varðandi ferðir þeirra frá heimkomu. Nú sé unnið að því að greina ferðir mannsins. „Það er átta manna teymi, þrjú lögregluembætti: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans þar sem við erum að ná að greina allt sem hefur verið gert,“ segir Víðir í samtali í samtali við fréttastofu. Hann segir mikilvægt að fólk leiti upplýsinga á viðeigandi stöðum og vísar meðal annars á vef landlæknis. Þá eigi fólk að fylgjast með fjölmiðlum og treysta þeim í stað þess að leita upplýsinga annars staðar. „Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að við erum ekki með nein leyndarmál. Við setjum allt upp á borðið, fjölmiðlar hafa aðgang að öllum sem við erum að gera. Þið getið rýnt það eins og þið viljið og við treystum því að fólk leiti til þessara fjölmiðla og sé ekki að leita sér að einhverjum vefsíðum þar sem er verið að fara með falskar fréttir eða elta slíkt á samfélagsmiðlum,“ segir Víðir. „Leitið þið í fjölmiðlana okkar. Þar fáið þið réttar upplýsingar því við segjum þeim allt sem við erum að gera.“ Viðtalið við Víði má sjá í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. Fyrsta tilfellið var staðfest hér á landi í dag þegar sýni úr karlmanni á fimmtudagsaldri reyndist jákvætt. Maðurinn hafði verið í skíðaferð með fjölskyldu sinni á Ítalíu og veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Víðir segir lögregluna hafa fengið góðar upplýsingar frá fjölskyldunni og tengdum aðilum varðandi ferðir þeirra frá heimkomu. Nú sé unnið að því að greina ferðir mannsins. „Það er átta manna teymi, þrjú lögregluembætti: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans þar sem við erum að ná að greina allt sem hefur verið gert,“ segir Víðir í samtali í samtali við fréttastofu. Hann segir mikilvægt að fólk leiti upplýsinga á viðeigandi stöðum og vísar meðal annars á vef landlæknis. Þá eigi fólk að fylgjast með fjölmiðlum og treysta þeim í stað þess að leita upplýsinga annars staðar. „Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að við erum ekki með nein leyndarmál. Við setjum allt upp á borðið, fjölmiðlar hafa aðgang að öllum sem við erum að gera. Þið getið rýnt það eins og þið viljið og við treystum því að fólk leiti til þessara fjölmiðla og sé ekki að leita sér að einhverjum vefsíðum þar sem er verið að fara með falskar fréttir eða elta slíkt á samfélagsmiðlum,“ segir Víðir. „Leitið þið í fjölmiðlana okkar. Þar fáið þið réttar upplýsingar því við segjum þeim allt sem við erum að gera.“ Viðtalið við Víði má sjá í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42